Gunnar Björnsson
Við áramót fannst mörgum þau stíga yfir markalínu og það helgast af þeirri uppfinningu manna að skrifa nýtt ártal á 12 mánaða fresti, þótt vel mætti hugsa sér að hafa þetta öðruvísi, eins og hlýtur að hafa verið til forna, því okkur er sagt, að Abraham ættfaðir hafi orðið 930 ára, svo að þá hafa menn trúlega haft áramót á eins mánaðar fresti, sem mundi vísast verða ögn þreytandi hjá okkur, því óneitanlega fer talsverð orka í hátíðahald og alltaf gott að fá blessaða rúmhelgina aftur og svona er nú lífið dásamlegt; fyrst hlökkum við til jólanna, og svo til áramótanna og loks hlökkum við til þess að bjóða hversdagsleikann velkominn með sínu daglega amstri, en bændur eru svo heppnir að þeir eiga ekki frí á hátíðum og í því er ótrúlega mikil geðvernd
fólgin; kúabændur vita, að þeir eru ekki að fara
...