Staða Íslands er góð, hagkerfið er því næstí jafnvægi með hátt atvinnustig, lítið atvinnuleysi og framtíðin er björt ef rétt er haldið á spöðunum.
Úr útsæ rísa Íslands fjöll
með eld í hjarta þakin mjöll
og brim við björg og sand.
Þó mái tíminn margra spor
þá man og elskar kynslóð vor
sitt fagra föðurland.
Á þessum kröftugu línum hefst ljóð Davíðs Stefánssonar sem flestir ef ekki allir karlakórar landsins hafa einhvern tímann haft á efnisskrám sínum undir lagi Páls Ísólfssonar. Við búum við það, Íslendingar, að náttúran er lifandi og oft
...