Viðburðaríkt ár er að renna sitt skeið. Mannkyn hefur sennilega aldrei verið jafn vel sett og um þessar mundir. Framfarir í tækni og vísindum hafa tryggt þorra jarðarbúa betri lífskjör en áður hafa þekkst á jörðinni. Velmeguninni er þó misskipt.
Í erlendum fréttum hafa stríð yfirgnæft flest annað. Stríðið í Úkraínu heldur áfram engum til ávinnings. Mannfallið er yfirgengilegt og eyðileggingin mikil. Hörmungarnar á Gasa eru einnig hryllilegar og þarf að binda enda á þær sem fyrst. Stríðið í Súdan kemst sárasjaldan í fréttir, en það er ekki síður hrollvekjandi, milljónir á vergangi, hungursneyð blasir við og ofbeldið gegndarlaust.
Loftslagsbreytingar hafa líka valdið því að fólk hefur flosnað upp. Þrálátir þurrkar hafa torveldað landbúnað þar sem hann tryggði áður afkomu.
Því fylgja vandamál
...