Pjongjang hefur sent um 11 þúsund hermenn til aðstoðar Rússum í orrustunni um Kúrsk-hérað. Sérfræðingur í hugveitu sem einblínir á málefni og stöðu Norður-Kóreu segir hluta herliðsins vera í hópi „úrvalshermanna“, það besta sem Norður-Kórea hefur upp á að bjóða
Gæsagangur Leiðtogi Norður-Kóreu ásamt öðrum þarlendum fyrirmönnum sést hér á minningarstund um fyrrverandi leiðtoga Kóreuríkisins.
Gæsagangur Leiðtogi Norður-Kóreu ásamt öðrum þarlendum fyrirmönnum sést hér á minningarstund um fyrrverandi leiðtoga Kóreuríkisins. — AFP/KCNA

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Pjongjang hefur sent um 11 þúsund hermenn til aðstoðar Rússum í orrustunni um Kúrsk-hérað. Sérfræðingur í hugveitu sem einblínir á málefni og stöðu Norður-Kóreu segir hluta herliðsins vera í hópi „úrvalshermanna“, það besta sem Norður-Kórea hefur upp á að bjóða. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (Pentagon) segir mannfall í röðum norðurkóreskra hermanna mikið, fallnir og særðir eru vel yfir eitt þúsund á viku tímabili.

„Þetta er hluti af úrvalshermönnum Norður-Kóreu. Þeir eru með sérþjálfun í að yfirtaka landsvæði og halda þeim. Það verður þó að hafa í huga að hluti af þessu herliði er einnig það sem kalla mætti almenna hermenn, eða fótgönguliða,“ segir Jenny Town, sérfræðingur hjá hugveitunni Stimson Center, í samtali við Deutsche Welle.

...