Hvers eiga Albert Guðmundsson og Sigurður Jónsson, tveir af betri knattspyrnumönnum Íslandssögunnar, að gjalda? Þeir spiluðu báðir með Arsenal í efstu deild á Englandi og Sigurður auk þess með Sheffield Wednesday í fjögur ár
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hvers eiga Albert Guðmundsson og Sigurður Jónsson, tveir af betri knattspyrnumönnum Íslandssögunnar, að gjalda?
Þeir spiluðu báðir með Arsenal í efstu deild á Englandi og Sigurður auk þess með Sheffield Wednesday í fjögur ár.
En samkvæmt allri „nútíma“ tölfræði væru þeir ekki taldir með. Þeir léku í deildinni áður en henni var breytt úr 1. deild í úrvalsdeild árið 1992.
Enskir fjölmiðlar og fótboltatölfræðingar eru nánast búnir að búa þannig um hnútana að þeir sem yngri eru halda að fótboltinn á Englandi hafi hafist fyrir 32 árum.
Þess vegna varð einhverjum á að segja að nítján Íslendingar en ekki 21 hefðu spilað í deildinni
...