Stefán Karlsson
Hátíðarfundurinn á Þingvöllum 17. júní 1944 markaði endalok á langri sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar. Þá var lýðveldisstjórnarskráin fyrir Ísland löggilt og stjórnskipulag sjálfstæðs ríkis á Íslandi ákveðið. Fullveldi landsins var óafturkræf ákvörðun, bindandi fyrir komandi kynslóðir. Sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar var ekki aðeins þjóðernislegt metnaðarmál heldur undirstaða þess að þjóðinni vegnaði vel efnahagslega. Sjálfstæðisbaráttan var raunsæisstefna í fullvissu þess að þjóð, sem væri ráðandi málum sínum og óháð annarra íhlutun, gæti því aðeins orðið farsæl að hún væri fullvalda og sjálfstæð og í engu hluti af stærri ríkisheild eða heimsveldi.
Í tímans rás hafa þær raddir orðið sífellt áleitnari að fórna skuli fullveldinu á altari viðskiptahagsmuna. Látið er að því liggja að ekki sé hægt að halda uppi viðskiptum
...