Norðlingaholt í Reykjavík í hádegi. Gul ljósin blikka þegar snjómokstursbílarnir koma úr austri og beygja inn á biðstæðið. Élin liggja í loftinu og kuldaboli krafsar í kinnar. Garparnir á bílnum koma út og taka sér matarhlé
Trukkakarl Mér finnst alltaf mjög undarlegt þegar fólk á smábílum fer vanbúið á fjallveginn, sagði Níls Bjarni í Norðlingaholti í gær. Hann er nú á sínum fjórða vetri sem mokstursmaður á veginum yfir Hellisheiðina.
Trukkakarl Mér finnst alltaf mjög undarlegt þegar fólk á smábílum fer vanbúið á fjallveginn, sagði Níls Bjarni í Norðlingaholti í gær. Hann er nú á sínum fjórða vetri sem mokstursmaður á veginum yfir Hellisheiðina. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Norðlingaholt í Reykjavík í hádegi. Gul ljósin blikka þegar snjómokstursbílarnir koma úr austri og beygja inn á biðstæðið. Élin liggja í loftinu og kuldaboli krafsar í kinnar. Garparnir á bílnum koma út og taka sér matarhlé. Stoppið er stutt. Svo er aftur lagt af stað svo leiðin haldist greið. Þjóðvegirnir eru ósæðar samfélagsins og mikið er lagt í sölurnar svo þær haldist opnar.

„Nú er aðeins að létta til og við erum komnir út

...