Snemma í desember sátum við „valkyrjur“ á fimmtu hæð í nýju byggingu Alþingis, Smiðju. Við höfðum óskað eftir fundi með fulltrúum fjármálaráðuneytisins. Fráfarandi ríkisstjórn hafði lagt mikla áherslu á það í kosningabaráttunni hvað hún hefði skilað góðu búi og því vorum við undirbúnar fyrir góðar fréttir af stöðu ríkisfjármála. Úti ríkti hálfgert vetrarveður í takt við tímann. Það brá svo við að áður en fundur hófst kom allnokkur titringur á herbergið. Við skrifuðum það á smá jarðskjálfta en allnokkurn þó og vel fyrir honum fundið. Þegar hins vegar þetta virtist vera samfelld skjálftahrina með reglulegu 15 mínútna bili á milli skjálfta vissum við að eitthvað skrítið væri á ferðinni.
Síðan var það staðfest að ekki væri um jarðskjálfta að ræða heldur hönnunargalla á húsinu sem olli því að fundarherbergin á fimmtu hæð titruðu í
...