Mikil ólga er í íbúum Breiðholts vegna byggingar vöruhússins við Álfabakka 2. Er umræða um að efna til undirskriftasöfnunar í mótmælaskyni. Á facebooksíðu íbúasamtakanna Betra Breiðholts hafa margir látið í ljós reiði sína yfir því að vöruhús,…
Undirskriftalisti Íbúar velta fyrir sér hvernig hægt sé að mótmæla.
Undirskriftalisti Íbúar velta fyrir sér hvernig hægt sé að mótmæla. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Mikil ólga er í íbúum Breiðholts vegna byggingar vöruhússins við Álfabakka 2. Er umræða um að efna til undirskriftasöfnunar í mótmælaskyni.

Á facebooksíðu íbúasamtakanna Betra Breiðholts hafa margir látið í ljós reiði sína yfir því að vöruhús, kjötvinnsla og iðnaðareldhús rísi við íbúðabyggðina og lýst áhyggjum yfir mikilli umferð um áður fáfarna íbúðagötu.

Rúna Stefánsdóttir íbúi í Breiðholti hvatti til þess

...