Ítalía Sergio Conceicao er kominn til stórveldisins AC Milan.
Ítalía Sergio Conceicao er kominn til stórveldisins AC Milan. — AFP/Patricia de Melo Moreira

Portúgalinn Sergio Conceicao var í gær ráðinn knattspyrnustjóri AC Milan á Ítalíu, í stað landa síns, Paulos Fonseca, sem var rekinn í fyrrakvöld. Conceicao stýrði Porto í heimalandi sínu með góðum árangri í sjö ár en hætti störfum í vor. Á Ítalíu mætir hann syni sínum, Francisco Conceicao, sem er leikmaður Juventus. AC Milan hefur gengið illa í vetur og er í áttunda sæti A-deildarinnar, fjórtán stigum á eftir toppliðum Atalanta og Napoli.