Myndlistarkonan Roni Horn sýnir fyrstu þrjá daga ársins, 1.-3. janúar, í Auglýsingahléi Billboard. Horn sýnir nýtt verk og má búast við að yfir 80% höfuðborgarbúa sjái það á degi hverjum. Verkið verður sýnt á yfir 600 stafrænum flötum af ólíkum…

Myndlistarkonan Roni Horn sýnir fyrstu þrjá daga ársins, 1.-3. janúar, í Auglýsingahléi Billboard. Horn sýnir nýtt verk og má búast við að yfir 80% höfuðborgarbúa sjái það á degi hverjum. Verkið verður sýnt á yfir 600 stafrænum flötum af ólíkum stærðum, ýmist í strætóskýlum eða á stærri skjáum víða um land. Aðstandendur verkefnisins eru Billboard ásamt Y galleríi og Listasafni Reykjavíkur. Horn er heimskunnur myndlistarmaður, býr og starfar í New York en Ísland hefur haft mikil áhrif á bæði líf hennar og listsköpun.