Nú hefst vinnan. Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins.
— Morgunblaðið/Karítas

Nú heilsum við nýju ári og kveðjum það liðna. Við áramót gefst tilefni til að staldra við, líta yfir farinn veg og huga að framtíðinni.

Hvert og eitt eigum við sérstæða upplifun af árinu sem senn er á enda og mismunandi væntingar til þess næsta. Margt eigum við þó sameiginlegt með öllum Íslendingum – sem er mikils vert og bindur okkur saman sem þjóð.

Við stöndum frammi fyrir stórum verkefnum. En með því að stilla saman krafta okkar, með vongleði og kjark í brjósti, er ég fullviss um að við getum náð miklum árangri í nánustu framtíð.

Nýtt upphaf

Árið 2024 gekk tæplega helmingur jarðarbúa til lýðræðislegra kosninga til landstjórnar. Íslendingar kusu til embættis forseta og til Alþingis. Kosningaþátttaka var góð.

...