Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er fallinn frá. Þann dag sem fréttin birtist var veruleg umræða um feril hans sem forseta, og þá voru flestar umsagnirnar um hann mjög vinsamlegar, eins og von var.
Jimmy Carter var orðinn rúmlega 100 ára gamall þegar hann lést og hefur enginn bandarískur forseti náð svo háum aldri. Þegar leið á fréttirnar um Jimmy Carter urðu umsagnir um feril hans blandaðri. Þá var m.a. klúðrið nefnt þegar klerkastjórnin lagði undir sig sendiráð Bandaríkjanna í Teheran og hélt því um langa hríð og gerði ekkert með „hörð mótmæli“ Carters forseta. Þá bætti ekki úr skák að Bretar höfðu lent í sambærilegu atviki og var sérstaklega til þess tekið hversu myndarlega þeir tóku á því og veikti það enn stöðu forsetans.
Carter tók þó á sig rögg og sendi úrvalssveit hersins áleiðis til Írans með
...