Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækjanna sé þannig að þau nái að blómstra.
Eyjólfur Árni Rafnsson
Eyjólfur Árni Rafnsson

Eyjólfur Árni Rafnsson

Snemma á þessu ári gerðu Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin kjarasamning með hóflegum launahækkunum sem gildir til loka janúar 2028. Með þessu var lagður grunnur að lækkun verðbólgu og vaxta. Þetta hefur þegar gengið eftir að hluta.

Að auki er tryggður friður á almennum vinnumarkaði. Fyrirtækin búa við ákveðinn fyrirsjáanleika og geta tekið ákvarðanir um fjárfestingar og uppbyggingu, vöruþróun og markaðssókn án þess að búa við óvissu um launaþróun.

Kjarasamningar hins opinbera hljóta einnig að taka mið af þessu og óhugsandi er að launaþróun á þeim markaði verði önnur en í almennu kjarasamningunum.

Samningarnir hafa einnig í för með sér ákveðna vissu fyrir rekstur ríkis og sveitarfélaga sem geta gert sínar áætlanir á

...