Þegar samfélag er eins lítið og hið íslenska geta hlutir farið úrskeiðis mjög hratt. Það er skylda okkar við kynslóðir liðinna alda, þær sem þraukuðu, byggðu upp landið og varðveittu þjóðina, og einnig við kynslóðir framtíðarinnar, að varðveita samfélagið.
Við áramót lítum við bæði yfir farinn veg og til framtíðar. Það er mikilvægt að þetta fari saman. Við byrjum ekki frá grunni. Allt sem á undan er gengið bjó til þá stöðu sem við vinnum úr á nýju ári og sýnir okkur hvað þarf að vernda og hverju þarf að breyta.
Ég óttast að við séum ekki nógu dugleg að læra af reynslunni og metum ekki sem skyldi það sem skilaði okkur þeim gæðum sem við búum að.
Fullveldið
Höfum við sömu trú á sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, menningu hennar og tungumálinu og Fjölnismenn höfðu eða Baldvin Einarsson þegar hann gaf út Ármann á Alþingi árið 1829? Það ár voru Íslendingar sárafátæk 50 þúsund manna þjóð í heimi þar sem sjálfstæði þjóða var undantekning.
Þegar þjóðfundurinn var haldinn árið
...