Veðrið á Íslandi hefur vakið athygli á TikTok síðustu daga þar sem myndband af ferðamanni í baráttu við útidyr hefur hlotið yfir 200 þúsund áhorf. Myndbandið sýnir manninn næstum feykjast út þegar hann opnar dyrnar en rétt ná að koma sér aftur inn…
Veðrið á Íslandi hefur vakið athygli á TikTok síðustu daga þar sem myndband af ferðamanni í baráttu við útidyr hefur hlotið yfir 200 þúsund áhorf. Myndbandið sýnir manninn næstum feykjast út þegar hann opnar dyrnar en rétt ná að koma sér aftur inn áður en hann staðhæfir að hann hafi næstum fótbrotnað. Netverjar hafa skemmt sér við myndbandið og bendir einn á að á Íslandi opnist dyr venjulega inn á við – bæði vegna vindsins og þegar snjór hylur útisvæðið. Annar velti því jafnvel fyrir sér hvort dyrnar væru hlið inn í aðra vídd. Sjáðu myndbandið á K100.is.