Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði orti nú á aðventunni: Þá lægst er sólin ljúft ég bið og legg í kveðju hlýja. Að jólin ykkur færi frið og farsæld árið nýja. Því fylgi aukin fiskigengd, frjósemi til sveita

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði orti nú á aðventunni:

Þá lægst er sólin ljúft ég bið

og legg í kveðju hlýja.

Að jólin ykkur færi frið

og farsæld árið nýja.

Því fylgi aukin fiskigengd,

frjósemi til sveita.

Barnalán í bráð og lengd

og blessun föruneyta.

Eyþór Árnason frá Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði sendi vinum sínum á Facebook ítarlegt fréttabréf núna á aðventunni og þar gat að sjálfsögðu að líta kveðskap. Fréttabréfið hófst svona:

Ég kúri sem köttur á

...