Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Einstök fyrirmynd, frábær læknir, mikill fagmaður og góð manneskja. Einn af þessum sem gera allt fyrir sjúklingana. Þetta eru lýsingar sem Felix Valsson svæfinga- og gjörgæslulæknir fær frá samstarfsmönnum sínum nú þegar hann hefur látið af störfum á Landspítala eftir áratuga starf. Læknir sem leitar sífellt nýrrar þekkingar, er einnig sagt. Kemur með nýjungar inn í starfsemina, hugsar út fyrir boxið og gengur án hiks inn í aðstæður og gerir sitt besta. Árangurinn er stundum kraftaverki líkastur.
„Eftir útskrift úr læknadeild fór ég að vinna á bráðamóttöku á skurðdeild Landakots og við svæfingar og gjörgæslu á Borgarspítala. Þá varð ekki aftur snúið með val á sérgrein,“ sagði Felix þegar hann ræddi við Morgunblaðið á dögunum.