Sjálfstæðisflokkurinn mun byggja sig upp utan stjórnar á grunni sjálfstæðisstefnunnar með virku samtali við fólkið um allt land. Um leið ætlar flokkurinn að rækja leiðandi hlutverk sitt í stjórnarandstöðu af ábyrgð og festu, veita með því nýrri stjórn undir vinstri forystu aðhald.
Árið sem nú er á enda er ár stórra áskorana.
Í ársbyrjun blasti við að eitt af stærstu verkefnum ársins yrði að tryggja Grindvíkingum húsnæði. Eldgosum við Sundhnúksgíga hafa fylgt slíkar hamfarir að 4.000 manns, um 1% þjóðarinnar, þurftu að yfirgefa heimili sín. Innviðum sem þjóna tugum þúsunda var ógnað. Við Íslendingar stóðum frammi fyrir einni stærstu áskorun lýðveldistímans og enn er mikil virkni á svæðinu.
Atburðirnir hófust þegar samfélagið var að jafna sig eftir heimsfaraldur kórónuveiru.
Ljóst varð hversu farsælt það reyndist að byggja upp viðnámsþrótt í ríkisfjármálunum eins og ríkisstjórnirnar undanfarinn áratug gerðu. Þeim ákvörðunum var að þakka að okkur tókst að takast á við
...