Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, bættist um jólin í hóp þeirra Íslendinga sem hafa leikið í efstu deild karla á Englandi. Hann kom þá inn á sem varamaður í fyrri hálfleik hjá Brentford í leik gegn Brighton á útivelli,…
1988 Guðni Bergsson.
1988 Guðni Bergsson.

England

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, bættist um jólin í hóp þeirra Íslendinga sem hafa leikið í efstu deild karla á Englandi.

Hann kom þá inn á sem varamaður í fyrri hálfleik hjá Brentford í leik gegn Brighton á útivelli, spilaði í 54 mínútur auk uppbótartíma og hélt marki Lundúnaliðsins hreinu í markalausu jafntefli.

Hákon leysti af hólmi hollenska landsliðsmarkvörðinn Mark Flekken, sem fór meiddur af velli, og gæti spilað sinn annan leik á morgun, nýársdag, þegar Brentford fær Arsenal í heimsókn.

Þar með hefur 21 Íslendingur leikið í þessari sterku deild, allt frá því Albert Guðmundsson varð fyrstur til þess árið 1946.

...