Vélin brotnaði og varð alelda.
Vélin brotnaði og varð alelda.

„Bandarísk þjóð á í sterkum vinatengslum við bandamenn sína í Suður-Kóreu og eru bænir okkar og hugur hjá þeim um þessar mundir,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem send var vegna flugslyssins á alþjóðaflugvellinum í Muan í Suður-Kóreu. Í því fórust 179 manns, eða nær allir sem um borð voru í farþegaþotunni. Einungis tveir lifðu brotlendinguna af og eru þeir báðir úr áhöfn vélarinnar.

Bandaríska samgönguöryggisráðið (NTSB), flugmálastjórnin (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing munu senda rannsakendur til Suður-Kóreu. Mun hópurinn aðstoða heimamenn við rannsókn slyssins.

Þotan sem fórst var af gerðinni Boeing 737-800 og tilheyrði flugfélaginu Jeju Air.