Tollar og viðskiptahindranir mögulega í uppsiglingu – hvað getum við Íslendingar gert?
Sigurður Guðjónsson
Sigurður Guðjónsson

Sigurður Guðjónsson

Segja má að nær óslitið tímabil aukinna alþjóðaviðskipta frá lokum heimsstyrjaraldarinnar síðari hafi rofnað með Brexit og kjöri Donalds Trumps árið 2016. Við valdatöku Joes Bidens var þessari þróun ekki snúið við heldur bætt í ef eitthvað er, t.d. núna síðast með háum tollum á rafmagnsbíla frá Kína. Þá hafa aðilar Evrópusambandsins fylgt Bandaríkjamönnum að málum, þó í minna mæli.

Við höldum að sjálfsögðu inn í nýja árið full bjartsýni. Samt er ekki hægt að líta fram hjá því að komandi valdataka Trumps gæti þýtt frekari aukningu á tollum, einkum á kínverskar vörur, í minna mæli á evrópskar og þá mögulega á íslenskar vörur einnig.

En af hverju ættum við að hafa áhyggjur af mögulegum auknum tollum og verndarstefnu í alþjóðahagkerfinu sem gæti bitnað á okkur Íslendingum? Í fyrsta

...