Marcus Rashford var á ný valinn í leikmannahóp Manchester United fyrir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Knattspyrnustjórninn Rúben Amorim hafði haldið honum utan hóps í síðustu fjórum leikjum, þremur í deildinni og einum í deildabikarnum. Leiknum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun en fjallað er um hann á mbl.is/sport/enski.
Eydís Magnea Friðriksdóttir úr Karatefélagi Reykjavíkur og Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu hafa verið valin karatefólk ársins 2024 af stjórn Karatesambands Íslands. Þau urðu bæði Íslandsmeistarar í sínum flokkum og náðu góðum árangri á mótum erlendis.
Ingvar Dagur Gunnarsson, 18 ára leikmaður handknattleiksliðs FH, leikur ekki meira á þessu tímabili. Hann ökklabrotnaði á æfingu með U19
...