Bandaríski heimsstyrjaldarsjóliðinn Warren „Red“ Upton lést á jóladag, 105 ára að aldri. Hann var síðastur eftirlifenda úr áhöfn orrustuskipsins USS Utah (BB-31) sem Japanir sökktu í árásinni á Perluhöfn 7. desember 1941. Alls fórust 58 sjóliðar og yfirmenn herskipsins en 461 komst lífs af. Þeir sem fórust festust inni í skrokki Utah þegar orrustuskipið lagðist á hliðina.
Upton var einn örfárra manna á lífi sem upplifðu árásina á Perluhöfn og þeirra elstur. Samtök áhugafólks um eftirlifendur árásarinnar segja nú einungis 15 vera enn á lífi, en þegar árásin var gerð 1941 voru alls 87 þúsund hermenn staðsettir á eynni Oahu í Havaí-eyjaklasanum þar sem finna má Perluhöfn.
Synti í land frá skipinu
Á tímum seinna stríðs var Warren Upton loftskeytamaður um borð í Utah, þá 22 ára gamall. Að morgni
...