Hákon Rafn Valdimarsson beið í ellefu mánuði eftir tækifæri með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann kom til félagsins frá Elfsborg í lok janúar. Fram að leiknum gegn Brighton hafði Hákon aðeins tekið þátt í tveimur mótsleikjum með…
2024 Tólf af fimmtán leikjum Hákons Rafns voru með landsliðinu.
2024 Tólf af fimmtán leikjum Hákons Rafns voru með landsliðinu. — Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hákon Rafn Valdimarsson beið í ellefu mánuði eftir tækifæri með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann kom til félagsins frá Elfsborg í lok janúar. Fram að leiknum gegn Brighton hafði Hákon aðeins tekið þátt í tveimur mótsleikjum með Brentford, en hann varði markið gegn Colchester og Leyton Orient í deildabikarnum í haust. Hann lék aftur á móti alla tólf landsleiki Íslands á árinu 2024 og fékk því flest verkefni sín á þeim vettvangi.

Brentford tekur á móti Arsenal á morgun og það ræðst væntanlega af meiðslum Marks Flekkens aðalmarkvarðar hvort Hákon fær annað tækifæri þar.