Í tíundu ljóðabók sinni, Jarðljós, yrkir Gerður Kristný um óréttlæti, grimmd, gleði, vináttu, ást og illsku. Gagnrýnin er oft hvöss, sérstaklega þegar samfélagið bregst lítilmagna, eins og Gerður hefur reyndar oft ort um, en það er líka gáski og gleði yfir lífinu í ljóðunum

Framtíðin er undir í skáldsögunni Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson. Í þessari fyrstu skáldsögu sinni tekur höfundurinn fyrir loftslagsvána, stærðarinnar gagnaleka og uppgang fasisma en þetta er líka saga um vináttu. Þrátt fyrir að ógn steðji að heimsbyggðinni er hið mannlega í forgrunni. Breiðþotur er mikið verk og höfundur á hrós skilið fyrir að kasta sér út í þetta metnaðarfulla verkefni.

Lestu líka Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og Veðurfregnir og jarðarfarir eftir Maó Alheimsdóttur.

Tjörnin eftir Rán Flygenring er leiftrandi skemmtileg barnabók sem fjallar um það þegar systkini finna uppþornaða tjörn í garðinum hjá sér og ákveða að hleypa lífi í hana á ný. Tjörnin verður afskaplega vinsæl en því fylgja ýmis vandamál. Myndir Ránar af þessari náttúru

...