Hulda Clara Gestsdóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, voru valin kylfingar ársins 2024 af Golfsambandi Íslands. Þau náðu bæði góðum árangri með sínum háskólum í Bandaríkjunum og þar vann Gunnlaugur m.a. sterkt mót í haust. Hulda varð Íslandsmeistari kvenna í höggleik. Bæði hækkuðu sig um mörg hundruð sæti á heimslista áhugamanna á árinu og eru þar í 188. og 118. sæti.