Algengustu dánarorsakir karla á árinu 2023 voru sjúkdómar í blóðrásarkerfi, svo sem hjartaáföll og heilaslag, og þar á eftir voru krabbamein. Hjá konum var algengasta dánarorsökin krabbamein en sjúkdómar í blóðrásarkerfi voru næstalgengastir, að því …
Dánartíðni hefur farið lækkandi.
Dánartíðni hefur farið lækkandi.

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Algengustu dánarorsakir karla á árinu 2023 voru sjúkdómar í blóðrásarkerfi, svo sem hjartaáföll og heilaslag, og þar á eftir voru krabbamein. Hjá konum var algengasta dánarorsökin krabbamein en sjúkdómar í blóðrásarkerfi voru næstalgengastir, að því er kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins.

Árið 2023 létust 2.575 einstaklingar sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát, 1.378 karlar og 1.197 konur. Þá létust 39 einstaklingar hér á landi með skráð lögheimili erlendis.

Hlutfall látinna undir sjötugu var 25% af heildarfjölda látinna, 28% hjá körlum og 21% hjá konum, sem er svipað meðaltali síðustu tíu ára.

Dánartíðni hér á landi hefur lækkað jafnt

...