Ragnar Björnsson fæddist 30. apríl 1970. Hann lést 20. nóvember 2024. Útför Ragnars fór fram 12. desember 2024.

Fallinn er frá Ragnar frændi okkar, langt fyrir aldur fram. Hann var og er eitt af börnunum hennar Jónu frænku móðursystur okkar. Hann ólst upp í Hjaltadal og kynntist þar öllum hefðbundnum sveitastörfum og ekki síst dráttarvélum en vélavinna af ýmsum toga átti síðan eftir að fylgja honum seinna á lífsleiðinni. Mikill samgangur var lengstum milli heimilanna enda mikill vinskapur og stór krakkahópur sem brallaði margt saman meðan fullorðna fólkið sat og spilaði bridge. Okkur eru minnisstæð hlátrasköllin sem glumdu úr eldhúsinu þar sem barist var í þremur gröndum eða einhverju áþekku. Ekki voru síðri hlátrasköllin í krakkahópnum en þar hló Ragnar hæst og grínaðist mest. Margoft var efnt til íþróttamóta þar sem keppt var í mörgum greinum og mætti Ragnar oftar en ekki á

...