Þórður Sverrisson fæddist 31. desember 1954 í Reykjavík og sleit barnsskónum á Leifsgötu, rétt við Skólavörðuholtið. Þar bjó hann ásamt foreldrum og eldri systur, Ásu Steinunni, og yngri bróður, Ásgeiri. Með smá útúrdúrum endaði fjölskyldan hinum megin við holtið, á Þórsgötu, svo að hann er í raun miðbæingur að upplagi. Eftir Ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraskólans og Hagaskóla settist hann í MR.
Á þessum árum voru áhugamál aðallega útileikir, fótbolti eða körfubolti auk ódrepandi áhuga á bílum og litlum herdátum. Miðpunktur heimsins var róló milli Bjarnarstígs og Njálsgötu. Eins og þá tíðkaðist byrjaði hann á blaðasölu í bænum ungur og náði síðan að hreppa sendilsstöðu hjá Myndamótum í Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti sem eru honum kær sem fyrsti vinnustaður.
Eftir að hafa gert misheppnaðar tilraunir sem plötusnúður í Tónabæ fann hann sinn samastað
...