Að vinda er m.a. að snúa, flétta – eða vefja um. Að vinda band eða borða t.d. upp á kefli eða hnykil hafa flestir gert – og svo þurft að vinda ofan af því
Að vinda er m.a. að snúa, flétta – eða vefja um. Að vinda band eða borða t.d. upp á kefli eða hnykil hafa flestir gert – og svo þurft að vinda ofan af því. En svo er að vinda upp á sig, haft um það ef e-ð magnast, eykst, verður flóknara eða erfiðara. „Málið virtist einfalt en það ætlar að vinda upp á sig.“ Ekki „ofan á sig“.