Svartaþoka olli því að fiskibáturinn Sigrún Hrönn ÞH-36 tók niðri þegar báturinn var á siglingu frá Raufarhöfn til Húsavíkur 27. júní síðastliðinn, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA)
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Svartaþoka olli því að fiskibáturinn Sigrún Hrönn ÞH-36 tók niðri þegar báturinn var á siglingu frá Raufarhöfn til Húsavíkur 27. júní síðastliðinn, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA).
Sigrún Hrönn komst af sjálfsdáðum til hafnar á Kópaskeri, en skipstjórinn segist hafa óttast um líf sitt og svo virðist sem litlu hafi mátt muna að báturinn sykki.
Minnti á hval
„Á siglingunni fyrir Sléttu var mikil þoka svo ekki sást til lands en logn. Siglingarhraði var þá um það bil 20-22 sjómílur. Að sögn skipstjóra sló hann af niður í um 10 sjómílna hraða þar sem hann ætlaði að ná í kaffi,“ segir í skýrslunni. Stuttu síðar tók hann eftir einhverju sem líktist hval fyrir framan bátinn en
...