Ólafsvík Michael Newberry í leik með Víkingum í 1. deildinni.
Ólafsvík Michael Newberry í leik með Víkingum í 1. deildinni. — Morgunblaðið/Hari

Breski knattspyrnumaðurinn Michael Newberry er látinn, 27 ára að aldri, en félag hans á Norður-Írlandi, Cliftonville, skýrði frá því í gær. Newberry hóf meistaraflokksferilinn með Víkingum í Ólafsvík árið 2018 og lék með þeim í þrjú ár í 1. deild, alls 60 af 66 leikjum liðsins í deildinni á þeim tíma. Hann ólst upp hjá Newcastle á Englandi en spilaði með yngri landsliðum Norður-Írlands og lék þar frá 2021, með Linfield í þrjú ár og síðan Cliftonville.