Kári Freyr Kristinsson
karifreyr@mbl.is
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar er að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Stjórnin mun á fyrsta vinnudegi nýs árs efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri.
Þetta er meðal þess sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í sínu fyrsta áramótaávarpi.
„Því er afar mikilvægt, og gleðilegt, að ný ríkisstjórn hafi náð fullri samstöðu um að eyða ekki um efni fram. Þess í stað hyggst ríkisstjórnin hagræða og grípa til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu,“ sagði Kristrún.
„Einnig verða tekin upp almenn og réttlát auðlindagjöld til að standa undir aukinni fjárfestingu í innviðum. Þetta
...