Golf Hafnfirðingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur.
Golf Hafnfirðingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur.

„Það er margt sem ég þarf að skoða núna,“ sagði atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Brá, sem er þrítug, hafnaði í 57.-59. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Marrakech í Marokkó í lok desembermánaðar. Hún verður því með takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi, á komandi keppnistímabili.

„Fjárhagslegi hlutinn er mjög stór partur af þessu og það er erfitt að standa í þessu í dag án styrkja. Staðan er bara sú að það er erfitt að fá styrki í dag,“ sagði Guðrún Brá.

„Ég vildi óska þess að staðan væri sú hér á landi að fólk í einstaklingsíþróttum gæti verið á launaskrá einhvers staðar, ekki bara á styrkjum, því launin veita manni öryggi,“ sagði Guðrún Brá í

...