Venju samkvæmt á nýársdag afhenti forseti Íslands í gær hópi fólks riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Orðuhafar nú: Bala Murughan Kamallakharan fyrir störf í þágu nýsköpunarfyrirtækja, Brian Pilkington fyrir framlag til barnabókmennta, Edvarð…
— Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Venju samkvæmt á nýársdag afhenti forseti Íslands í gær hópi fólks riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Orðuhafar nú: Bala Murughan Kamallakharan fyrir störf í þágu nýsköpunarfyrirtækja, Brian Pilkington fyrir framlag til barnabókmennta, Edvarð Júlíus Sólnes fyrir brautryðjandastörf á sviði jarðskjálftavarna og umhverfisverndar, Geirlaug Þorvaldsdóttir fyrir framlag til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu myndlistar, Glódís Perla Viggósdóttir fyrir afreksárangur í knattspyrnu, Íris Inga Grönfeldt fyrir framlag til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð, Jón Þór Hannesson fyrir brautryðjandastarf í kvikmyndagerð og Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála.

Einnig Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri fyrir frumkvöðlastarf í þágu menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum, Magnea

...