„Gullið mitt“, lag á Athvarfi, væntanlegri LP-plötu Bjarna Ómars Haraldssonar, kom út á streymisveitum 27. desember síðastliðinn en útgáfudagur níu laga plötunnar er þriðjudagurinn 14
Með barnabörnunum Frá vinstri: Rakel Lilja Arnþórsdóttir, Alda Guðmundsdóttir amma, Bjarni Þór Arnþórsson, Bjarni Ómar Haraldsson, Styrmir Ari Daníelsson og Snorri Þór Daníelsson.
Með barnabörnunum Frá vinstri: Rakel Lilja Arnþórsdóttir, Alda Guðmundsdóttir amma, Bjarni Þór Arnþórsson, Bjarni Ómar Haraldsson, Styrmir Ari Daníelsson og Snorri Þór Daníelsson.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

„Gullið mitt“, lag á Athvarfi, væntanlegri LP-plötu Bjarna Ómars Haraldssonar, kom út á streymisveitum 27. desember síðastliðinn en útgáfudagur níu laga plötunnar er þriðjudagurinn 14. janúar. Bjarni Ómar á fjögur barnabörn og hefur hann samið lög fyrir þau öll. Þrjú þeirra eru á plötunni og það fjórða verður í sérútgáfu í vor. Þetta er fjórða sólóplata hans en Athvarf með aukalagi kemur síðan út í enskri útgáfu 12. mars undir heitinu Draw Me.

Afahlutverkð er helsta þema plötunnar. „Þetta nýja hlutverk breytir lífinu töluvert og gefur því lit,“ segir Bjarni Ómar, en fyrsta barnabarnið, Bjarni Þór Arnþórsson, fæddist 14. janúar 2019 og er lagið „Gullið mitt“ tileinkað honum. „Áður en hann var skírður

...