Fjarðabyggð hefur útnefnt Hrefnu Láru Zoëga úr Skíðadeild Þróttar – SFF íþróttamanneskju ársins 2024. Einnig voru tveimur efnilegum og fyrirmyndaríþróttamönnum veitt hvatningarverðlaun, körfuboltakonunni Árndísi Evu Arnórsdóttur í Hrafnkeli…
Fjarðabyggð hefur útnefnt Hrefnu Láru Zoëga úr Skíðadeild Þróttar – SFF íþróttamanneskju ársins 2024. Einnig voru tveimur efnilegum og fyrirmyndaríþróttamönnum veitt hvatningarverðlaun, körfuboltakonunni Árndísi Evu Arnórsdóttur í Hrafnkeli Freysgoða og fótboltamanninum Daníel Michal Grzegorzson úr Val í Reyðarfirði.
Í tilkynningu frá Fjarðabyggð segir að útnefningin sé liður í því að viðurkenna frábæran árangur og hvetja áfram unga iðkendur sem sýna metnað, elju og gott fordæmi í íþróttastarfinu.
Hrefna Lára hefur náð glæsilegum árangri í skíðaíþróttum, bæði innanlands og á vegum unglingalandsliðs SKÍ. Hún varð m.a. bikarmeistari Skíðasambands Íslands í flokki 14-15 ára stúlkna og vann mörg önnur verðlaun.