Stjarnan hefur fest kaup á knattspyrnumanninum Guðmundi Baldvini Nökkvasyni frá sænska félaginu Mjällby. Guðmundur, sem er tvítugur miðjumaður, lék með uppeldisfélaginu Stjörnunni að láni frá Mjällby á síðasta tímabili. Hann var keyptur til Mjällby í ágúst 2023 og spilaði sjö leiki í sænsku úrvalsdeildinni og skoraði eitt mark. Alls á Guðmundur að baki 53 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild, þar sem hann hefur skorað tíu mörk.