Lilja Dögg Jónsdóttir
Fyrir rúmum tveimur árum hefði enginn trúað því að umræða um stöðu íslensku í nýjustu gervigreindardrifinni tækni hverfðist meðal annars um lakan skilning tækninnar á fágætum orðatiltækjum eða lök svör við ýmsu er snýr að sögu og menningu á Íslandi. Þetta er engu að síður staðreynd, líklega vegna þess að heildarmyndin hefur farið langt fram úr björtustu vonum og frammistaða stórra mállíkana á borð við Chat GPT og Claude er mögnuð á flestum mælikvörðum íslenskrar tungu. Það er ekki síst því að þakka að íslensk stjórnvöld, í samstarfi við Almannaróm – miðstöð máltækni og íslenskt háskóla- og málvísindafólk, hafa unnið stöðugt að því undanfarinn áratug að útbúa þá innviði sem nauðsynlegir eru til að gervigreind geti lært og skilið íslensku.
Því fer þó fjarri að nokkur tækni eða gervigreind tali eða skrifi lýtalausa
...