Fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir vindorkugarð á Hælsheiði í Borgarbyggð. Er reiknað með garðinum í landi Hæls og Steindórsstaða í Flókadal
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir vindorkugarð á Hælsheiði í Borgarbyggð. Er reiknað með garðinum í landi Hæls og Steindórsstaða í Flókadal.
Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum, segir í skýrslu um matsáætlunina. Alls er reiknað með 20-30 vindmyllum og yrði hver þeirra með 5-7 MW afl. Miðað við uppsett afl yrði
...