Wayne Rooney hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri karlaliðs enska félagsins Plymouth Argyle, sem íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá. Í tilkynningu frá Plymouth segir að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða, en liðið er á botni ensku B-deildarinnar.
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik fyrir Alba Berlín þegar liðið mátti þola tap á heimavelli, 85:96, í þýsku úrvalsdeildinni á gamlársdag. Martin skoraði 25 stig og gaf þrjár stoðsendingar á 27 mínútum. Var hann stigahæstur hjá Alba og næststigahæstur í leiknum.
Brasilíumaðurinn Matheus Cunha sóknarmaður Wolves hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar sinnar eftir leik gegn Ipswich í ensku úrvalsdeildinni
...