„Listin á að stækka heiminn svo skilningur fólks á hlutum færist í nýjar víddir,“ segir Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarkona. Hún er á vaxandi vegi í listsköpun sinni og hefur skapað sér stöðu og nafn
Listakona „Mér finnst ég hafa heilmikil áhrif út í heiminn í gegnum listina; bæði með sýningarhaldi og stafrænum tengingum út og suður,“ segir Helena Margrét Jónsdóttir sem er á vaxandi vegi í myndlistinni.
Listakona „Mér finnst ég hafa heilmikil áhrif út í heiminn í gegnum listina; bæði með sýningarhaldi og stafrænum tengingum út og suður,“ segir Helena Margrét Jónsdóttir sem er á vaxandi vegi í myndlistinni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Listin á að stækka heiminn svo skilningur fólks á hlutum færist í nýjar víddir,“ segir Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarkona. Hún er á vaxandi vegi í listsköpun sinni og hefur skapað sér stöðu og nafn. Á dögunum var hún ein þriggja sem styrki fengu úr Listasjóði Eimskips, en sá stuðningur var eyrnamerktur fólki sem á einhvern hátt getur talist upprennandi, eins og komist var að orði.

Tímalaus viðfangsefni með nútímalegum blæ

Helena Margrét er í olíuverkum sínum í raunsæisstíl sögð glíma við tímalaus viðfangsefni með nútímalegum blæ. Þar rannsaki hún flókið samband milli þess girnilega og ógeðslega og hún taki fyrir viðfangsefni eins og blóm, vín, skordýr og hendur ásamt nútímalegum hlutum sem tákna girndina. Með slíku skapi

...