Laugardaginn 4. janúar verða haldnir tónleikar til heiðurs Gunnari Þórðarsyni í Eldborgarsal Hörpu, í tilefni af áttræðisafmæli hans. Um flutning verkanna á tónleikunum sjá landskunnir tónlistarmenn, þau Pálmi Gunnarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson,…
Laugardaginn 4. janúar verða haldnir tónleikar til heiðurs Gunnari Þórðarsyni í Eldborgarsal Hörpu, í tilefni af áttræðisafmæli hans. Um flutning verkanna á tónleikunum sjá landskunnir tónlistarmenn, þau Pálmi Gunnarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefanía Svavarsdóttir, Eiríkur Hauksson, Dísella Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Um hljóðfæraleik sér hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar.