Sveinbjörn Kristjánsson fæddist á Litlabæ í Súðavík 19. mars 1951. Hann lést á Droplaugarstöðum 13. desember 2024.

Hann var sonur Guðbjargar Guðrúnar Jakobsdóttur frá Skarði á Snæfjallaströnd og Kristjáns Sveinbjörnssonar frá Uppsölum í Seyðisfirði.

Hinn 31. júlí 1976 gekk hann í hjónaband með Sesselju Gíslunni Ingjaldsdóttur, f. 22. september 1950, dóttur Sveinbjargar Stefánsdóttur frá Norðfirði og Ingjalds Kjartanssonar frá Reykjavík, stjúpfaðir Sesselju var Björn Bjarman, lögfræðingur og rithöfundur frá Akureyri.

Systkini Sveinbjörns eru Grétar Már, Kristján, Samúel, Hálfdán, Sigurborg, Ásdís og Svandís Kristjánsbörn og Jakob Þorsteinsson.

Dætur Sveinbjörns og Sesselju eru: 1) Sveinbjörg Birna, lögmaður og MBA, f. 1973, gift Gizuri

...