Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Tíu eru látnir og 36 særðir hið minnsta eftir að maður ók á ofsahraða inn í stóran hóp fólks í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum á nýársnótt. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar árásina sem hryðjuverk og tengsl við erlend hryðjuverkasamtök. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en FBI segir manninn nú látinn. Wall Street Journal fullyrðir að hann hafi fallið í skotbardaga við lögreglu. Hinn grunaði hét Shamsud Din Jabbar og var 42 ára gamall.
Jabbar ók pallbíl inn í mannfjöldann á Bourbon-stræti í miðborg New Orleans þegar klukkan var 15 mínútur gengin í fjögur að staðartíma og áramótagleðin við völd. Skaut hann á tvo lögregluþjóna og særði þá, en ástand þeirra er stöðugt. Á bíl Jabbars var fáni sem er sagður vera fáni Ríkis íslams. Ríki íslams hefur ekki lýst ábyrgð á
...