Um áramótin tók Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi við embætti sem forseti Soroptimistasambands Íslands. Sambandið varð 50 ára á liðnu ári, en í því eru 20 klúbbar hringinn í kringum landið. Fjöldi verkefna er á höndum allra þessara klúbba og…
Sigurhæðir Nokkrir soroptimistar við þjónustumiðstöðina.
Sigurhæðir Nokkrir soroptimistar við þjónustumiðstöðina.

Um áramótin tók Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi við embætti sem forseti Soroptimistasambands Íslands.

Sambandið varð 50 ára á liðnu ári, en í því eru 20 klúbbar hringinn í kringum landið. Fjöldi verkefna er á höndum allra þessara klúbba og veittir eru árlega styrkir til samtaka sem vinna að bættum hag kvenna.

„Mér og löngu og víðtæku starfi mínu að jafnréttismálum og bættri stöðu kvenna er sýndur mikill heiður og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni sem ég mun sinna samhliða Sigurhæðum,“ segir Hildur og vísar þar til þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. Húsnæðið Sigurhæðir er staðsett á Selfossi en Hildur og Soroptimistaklúbbur Suðurlands höfðu forgöngu að stofnun þessarar þjónustumiðstöðvar fyrir fjórum árum.

22 samstarfsaðilar

...