„Veðrið hefur sett strik í reikninginn um hátíðirnar og það hafa orðið tafir á innanlandsflugi en síðan hefur verið lögð nótt við dag að halda brautunum hreinum og það hefur tekist alveg ágætlega.“ Þetta segir Sigrún Björk Jakobsdóttir,…
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Veðrið hefur sett strik í reikninginn um hátíðirnar og það hafa orðið tafir á innanlandsflugi en síðan hefur verið lögð nótt við dag að halda brautunum hreinum og það hefur tekist alveg ágætlega.“

Þetta segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia, í samtali við Morgunblaðið. Snjóruðningstæki má sjá á flugbrautunum á Reykjavíkurflugvelli en síðustu daga hefur mikið snjóað á höfuðborgarsvæðinu.

Aðspurð segir Sigrún að það sé stöðugt verið að moka eða sanda brautirnar. Hún segir mikið frost ágætt og það auðveldi að halda brautunum við því þá séu þær þurrar og stamar. „Verst er þegar það eru umhleypingar og allar breytingar í veðri eru verstar fyrir flugbrautir.“

Hún segir vont veður síðustu vikur hafa sett sitt mark á innanlandsflug.

„Það hafa verið háar frosttölur og þá er í rauninni snjóþekja á brautunum en það er auðveldara að ráða við það. Versta veðrið er þegar hitinn er við núll gráður

...