Í síðasta mánuði tóku leikmenn Chicago Bulls og Charlotte Hornets 97 þriggja stiga skot í einum leik og geiguðu 75 þeirra. Það eru slíkar tölur sem hægt og sígandi fá fleiri til að hætta að horfa á leiki NBA-körfuboltans í sjónvarpi
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Í síðasta mánuði tóku leikmenn Chicago Bulls og Charlotte Hornets 97 þriggja stiga skot í einum leik og geiguðu 75 þeirra. Það eru slíkar tölur sem hægt og sígandi fá fleiri til að hætta að horfa á leiki NBA-körfuboltans í sjónvarpi.
Reyndar spila fleiri þættir inn í minnkandi áhorf hér vestra, en hluti af því er þó breyttur leikstíll sem nú tröllríður NBA-boltanum – þriggja stiga skotin.
„Þetta ergir mig mikið, því leikurinn hefur þróast út í keppni í þriggja stiga skotum og vítaskotum. Mér líkar þetta alls ekki en þegar ég segi það verða leikmennirnir reiðir. Ég vil hins vegar ekki að hver leikur af öðrum fari í þriggja stiga skotkeppni. Það er ekkert gaman að því,“
...