Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) Maður og kona, 1929 Olía á striga, 92 x 65 cm
Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) Maður og kona, 1929 Olía á striga, 92 x 65 cm

Myndin Maður og kona sýnir Gunnlaug og fyrri konu hans, Inger Löchte. Málverkið er nokkuð tvískipt, konan er dregin mjúkum línum og máluð með björtum, heitum litum, en karlmaðurinn að hluta til í skugga og útlínur hans og andlitsdrættir kaldari, strangari og harðari. Innan verksins teflir Gunnlaugur saman andstæðum litum; rauðum og grænum líkt og fávistar gerðu, en hér er litanotkun öllu hófstilltari og dempaðri. Það er líkt og karlmaðurinn feli í sér norrænan og þyngri bakgrunn málarans, en konan búi yfir mýkt, birtu og léttleika mildari slóða. Leiðir þeirra hjóna skildi eftir að Gunnlaugur fór til Íslands við upphaf síðari heimsstyrjaldar en mæðginin Inger og Björn urðu eftir í Danmörku. Skipsferð Gunnlaugs reyndist sú síðasta á milli landanna um langt skeið. Gunnlaugur Blöndal lærði tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni, stundaði nám við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og loks málaralist hjá Christian Krohg við Listaháskólann í

...